Saturday, 27 June 2009

Ósýniaugnhár

Þar sem ég lá einhverju sinni í rúminu mínu með lokuð augun og drap tímann fyrir svefninn, datt ég niður á það að grípa fingurgómum utan um augnhárin sitt hvorum megin og toga laust, en ákveðið, niður eftir andlitinu. Hafir þú prófað veistu að við það heyrist daufur smellur, um leið eða rétt áður en ekki verður togað lengra. Þegar ég gerði þetta fyrst fannst mér eins og augnhárin hlytu að hafa lengst, þ.e. að einhver hluti þeirra hefði - með smelli - dregist út úr augnlokunum, þar sem hann hefði áður hulist. Einhvernveginn fannst mér þetta mjög lógískt, líka þótt augnhárin lengdust að sjálfsögðu ekki merkjanlega. Löngu síðar varð þetta eitt af því sem maður áttar sig allt í einu á þegar maður er löngu hættur að hugsa um það og finnst þá eins og maður hafi séð í gegnum það fyrir löngu og eiginlega án þess að hafa neitt fyrir eða taka einusinni eftir því.

No comments:

Post a Comment