Saturday, 19 February 2011
Þingholtaþökin
Við ÁLfrún Vala, uppáhalds næstum þriggja ára stóralitla frænka, vorum tvær í þakherberginu sem ég bjó í á Bergstaðastrætinu síðasta sumar, en um leið var það að einhverju leyti efstuhæðaríbúðin sem afi Helgi á í Mávahlíðinni, þar sem við mamma bjuggum eitthvað framyfir þriðja afmælisdaginn minn (en sá dagur í þeirri íbúð rammar einmitt eina af mínum elstu minningum). Ég lyfti henni upp að kvistglugganum svo hún sæi yfir að Baldursgötu 30, mínu gamla heimili þar sem amma hennar og afi búa enn. (Það sést í alvöru á milli úr glugganum mínum á Bergó.) Húsið var upplýst utanvert með marglita neonljósaormum. Ég rak augun í skópar á hillunni næst glugganum, rauða flauelsspariskó sem ég hafði átt (þó ekki í alvörunni) á hennar aldri. Við mátuðum skóna á hana, þeir pössuðu alveg og það gladdi okkur. Góður draumur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
 
No comments:
Post a Comment