Thursday, 18 February 2010

vorl Ykt

Hef setið hér smástund og gramsað í minningum eftir konkret broti til að pússa upp í sögu en ekkert fundið, bara gömul andrúmsloft og lyktir og flíkur og söngtexta og strætóskýli og gengna gsm-síma. Sem mætti vitanlega konstrúera í sögu, með meiri vinnu, meiri vöku, meiri tíma og tei. En:

þótt allt sé enn á kafi í snjó er komin vorlykt til Turku, og það er skrítið, því í fyrsta skipti tengi ég skólann minn við þann sem ég heimsótti í apríl 2007. Eins og nú sjái ég hann fyrst eins og þá, eftir að hafa vanist honum í millitíðinni. Og eins og ég finni nú fyrst að tengingar sem rati loks eitthvert hafi verið á leiðinni þangað allan veturinn.

No comments:

Post a Comment