Thursday, 2 July 2009

S-Ó-S

Síðsumars 2004 fór ég helgarferð í Skagafjörðinn í góðra vina hópi. Í bensínstoppi á Hofsósi orðaði ég loks upphátt spurningu, sem hafði leitað á mig síðan ég fyrst vissi af téðu bæjarfélagi, sem ég var nú komin í í fyrsta skipti, en reyndist síðan ein viðstaddra um að hafa velt fyrir mér: Hvað er eiginlega þetta sós í Hofsós?